Taka gagnrýninni ekki illa 18. júní 2005 00:01 Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira