Þingvellir líka fyrir konur 19. júní 2005 00:01 Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira