Innlent

Tekur hvalurinn æti frá þorski?

Hafa vaxandi hvalastofnar hér við land tekið það mikið úr fæðukeðjunni að þorskurinn fær ekki nægilegt æti? Sjávarútvegsnefnd Alþingis lagði þessa, auk fleiri spurninga, fyrir Hafrannsóknastofnunina á fundi í dag. Farið var yfir nýlega skýrslu Hafró um ástand þorsksstofnsins og forsendur fyrir veiðiráðgjöf stofnunarinnar. Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar, segir brýnt að hlíta ráðgjöf að mestu en hann telur einnig nauðsynlegt að hlusta á sjómenn sem telji ástand þorsksins betra en af sé látið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×