Reynt að koma Pólverjum úr landi 21. júní 2005 00:01 Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira