Innlent

Friðarumleitanir efst á baugi

Friðarumleitanir í Miðausturlöndum verða efst á baugi á fundi utanríkisráðherra átta stærstu iðnríkja heims sem hófst í Lundúnum í morgun. Fundurinn fylgir í kjölfar heimsóknar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Miðausturlanda en líklegt þykir að áform Ísraela um brottflutning frá Gaza-svæðinu verði aðallega rædd. Óttast er að ofbeldi og átök blossi upp vegna fyrirætlana Ísraela um brottflutninginn í ágúst næstkomandi, en utanríkisráðherrar iðnríkjanna telja hann nauðsynlegan til að þess að blása nýju lífi í friðarferlið sem rann út í sandinn fyrir fimm árum og hefur einkennst af blóðbaði síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×