Sektir gætu orðið tvöföld vanskil 23. júní 2005 00:01 Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira