Innlent

Össur á Evrópuráðsþinginu

Atlantshafsbandalagið hefur átt í viðræðum við bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn um þá málaleitan Palestínumanna að bandalagið komi að sáttaumleitan fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta kom fram í svari framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns á sumarfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg fyrir helgi. "Mönnum þótti afar merkilegt að heyra að nýlegar viðræður hefðu átt sér stað," segir Össur. Hann segir að Atlantshafsbandalagið hafi áður sagt að það kæmi ekki að deilunni með beinum hætti nema fyrir lægi samþykki beggja deiluaðila og skýrt umboð frá Sameinuðu þjóðunum. "Nærvera Atlantshafsbandalagsins getur hins vegar skipt sköpum um frið og það hefur sýnt sig og sannað, til dæmis á Balkanskaga. Einnig ef deiluaðilar eru sammála um einhvers konar hlutverk þess á tilteknu átakasvæði," segir Össur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×