Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða 27. júní 2005 00:01 Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira