Efast um hæfi saksóknara 1. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira