Mannslát og grunur um nauðganir 2. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, var heimamaður en hann fannst síðdegis. Hann hafði fallið fram af brún en ekki er vitað hvort það varð honum að bana eða hvort hann hafi fengið aðsvif og þess vegna fallið. Tilkynnt var um nauðgunina á Höfn í morgun. Í kjölfarið handtók lögreglan karlmann sem grunaður er um verknaðinn og er hann nú haldi lögreglunnar. Þá kom upp fíkinefnamál í bænum í nótt við reglubundið eftirlit lögreglu. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Höfn vegna Humarhátíðar sem þar stendur nú yfir en fyrir utan það sem nefnt var að framan hefur allt gengið vel fyrir sig. Grunur leikur á að fimmtán ára stúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að henni var byrluð ólyfjan. Hún var fyrst flutt á heilsugæslustöðina en síðan á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi. Að sögn lögreglu eru litlar vísbendingar sem hægt er að fara eftir. Þá leikur grunur á að eitthvað hafi verið sett út í drykk tveggja annarra stúlkna. Færeyskir dagar standa yfir í Ólafsvík og talið að um 5000 manns hafi komið þar saman. Vonskuveður setti strik í reikninginn og aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla fólk við að taka saman búnað sinn. Fólkinu var útvegað skjól í íþróttahúsin bæjarins og þegar það var orðið fullt var skólinn opnaður. Ferðamenn hafa yfirgefið bæinn í stórum stíl. Þá eru um 300 manns samankomnir að Skógum þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á klósettum og slíku að sögn verkefnisstjóra Landsbjargar. Á Kaldármelum eru tæplega 2000 manns en þar hafa hlutirnir að mestu gengið vel fyrir sig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, var heimamaður en hann fannst síðdegis. Hann hafði fallið fram af brún en ekki er vitað hvort það varð honum að bana eða hvort hann hafi fengið aðsvif og þess vegna fallið. Tilkynnt var um nauðgunina á Höfn í morgun. Í kjölfarið handtók lögreglan karlmann sem grunaður er um verknaðinn og er hann nú haldi lögreglunnar. Þá kom upp fíkinefnamál í bænum í nótt við reglubundið eftirlit lögreglu. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Höfn vegna Humarhátíðar sem þar stendur nú yfir en fyrir utan það sem nefnt var að framan hefur allt gengið vel fyrir sig. Grunur leikur á að fimmtán ára stúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að henni var byrluð ólyfjan. Hún var fyrst flutt á heilsugæslustöðina en síðan á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi. Að sögn lögreglu eru litlar vísbendingar sem hægt er að fara eftir. Þá leikur grunur á að eitthvað hafi verið sett út í drykk tveggja annarra stúlkna. Færeyskir dagar standa yfir í Ólafsvík og talið að um 5000 manns hafi komið þar saman. Vonskuveður setti strik í reikninginn og aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla fólk við að taka saman búnað sinn. Fólkinu var útvegað skjól í íþróttahúsin bæjarins og þegar það var orðið fullt var skólinn opnaður. Ferðamenn hafa yfirgefið bæinn í stórum stíl. Þá eru um 300 manns samankomnir að Skógum þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á klósettum og slíku að sögn verkefnisstjóra Landsbjargar. Á Kaldármelum eru tæplega 2000 manns en þar hafa hlutirnir að mestu gengið vel fyrir sig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira