Innlent

Krefjast skattalækkunar á bensín

MYND/Haraldur Jónasson
Félag íslenskra bifreiðaeigenda ætlar að fara fram á við íslensk stjórnvöld að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. Þykir það eðlileg krafa bifreiðareigenda að mati FÍB að ríkið minnki sinn hlut meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og raun ber vitni en sem kunnugt er hefur verð á tunnu af olíu aldrei verið hærra en það hefur verið síðustu vikurnar. Eru margir erlendir sérfræðingar á því að ekki sé enn séð fyrir endann á þeim verðhækkunum sem orðið hafa og verð muni hækka enn meira næstu misserin. Fréttablaðið hefur um tveggja vikna skeið reynt að ná tali af Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, til að fá álit hans á því hvort slíkt komi til greina en hann engu svarað. Fordæmi eru þó fyrir slíkum aðgerðum ríkisvaldsins á sérstökum tímum eins og þegar vörugjald var lækkað tímabundið vegna hækkana á markaði fyrir ekki svo löngu síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×