Innlent

23 umsækjendur

Landbúnaðarstofnun tekur til starfa samkvæmt nýjum lögum 1. janúar 2006, en hún sameinar stofnanir, embætti og verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits innan landbúnaðarins í eina stofnun. Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar var til 21. júní og bárust 23 umsóknir, en forstjórinn tekur til starfa 1. ágúst 2005. Umsækjendur eru: Arinbjörn Kúld rekstrarfræðingur, Akureyri; Ásgeir Harðarson fóðurráðgjafi, Kjalarnesi; Bergþóra Þorkelsdóttir markaðs- og sölustjóri, Rvk; Björgvin Njáll Ingólfsson bóndi og verkfræðingur, Selfossi; Björn Steinbjörnsson héraðsdýralæknir og framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ; Eiríkur Einarsson deildarstjóri, Svíþjóð; Elín Guðmundsdóttir matvælafræðingur og forstöðumaður, Hafnarfirði; Guðmundur Valur Stefánsson framkvæmdastjóri, Rvk; Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, Kóp.; Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir Agronomie doktor, Hveragerði; Jón Gíslason aðstoðarskrifstofustjóri, Belgíu; Jónas Yngvi Ásgrímsson framkvæmdastjóri, Selfossi; Katrín Helga Andrésdóttir héraðsdýralæknir, Selfossi; Ólafur Guðmundsson forstöðumaður, Kóp.; Ólafur Oddgeirsson dýralæknir og framkvæmdastjóri, Skotlandi; Ólafur R. Dýrmundsson Ph D ráðunautur, Rvík; Ragnhildur Hrund Jónsdóttir deildarstjóri, Hvolsvelli; Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir og oddviti, Flúðum; Sigurgeir Ólafsson forstöðumaður, Rvík; Valur Þorvaldsson héraðsráðunautur og framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ; Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson dýralæknir, Rvík; Þórarinn E. Sveinsson mjólkurverkfræðingur, Kóp; og Þuríður E. Pétursdóttir líffræðingur og sviðsstjóri, Rvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×