Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum 4. júlí 2005 00:01 Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira