
Innlent
Dæmd fyrir kannabisrækt í haughúsi

Þrír karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda kannabisrækt í haughúsi á sveitabæ á Suðurlandi. Kunnáttusamlega var staðið að verki og lagði lögregla meðal annars hald á tólf gróðurhúsalampa, hitablásara, flúorlampa, ljósaperur og ýmsan annan búnað til ræktunarinnar, að ónefndum 710 kannabisplöntum. Hjónin á bænum önnuðust plönturnar en hinir mennirnir tveir sáu um öll aðföng og umsýslu með afurðirnar.