Innlent

Engar afgerandi niðurstöður

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin á Keflavíkurflugvelli hófust í Washington í morgun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segist ekki búast við neinum afgerandi niðurstöðum úr viðræðunum, enda sé ætlunin fyrst og fremst að kynna sjónarmið beggja aðila í fyrstu umferð. Aðalumræðuefni fundanna eru skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar í Keflavík og mörk íslenskrar og bandarískrar lögsögu á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×