Blair verður áfram í Skotlandi
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma. Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, er hins vegar á leið heim frá Singapúr þar sem Lundúnir voru í gær valdar til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012.