150 alvarlega slasaðir 7. júlí 2005 00:01 Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira