Innlent

Leifsstöð brýtur samkeppnislög

"Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin íhuga nú að kæra fríhafnarverslunina í Leifsstöð enda sé óverjandi orðið að verslunarfyrirtæki þar sem ekki greiða skatta og skyldur á við önnur verslunarfyrirtæki í landinu séu í beinni verðsamkeppni við innlenda verslun. Hafa þau sent frá sér yfirlýsingu þar sem rök stjórnenda Leifsstöðvar fyrir stækkun verslunarsvæðis innan hennar eru hrakin lið fyrir lið. Sigurður segir sérstaklega athugavert að Leifsstöð hyggist stækka verslunarsvæði komufarþega og vísar því á bug að slíkt fyrirkomulag sé að ryðja sér til rúms erlendis. Aðeins Normenn séu að reyna fyrir sér með slíkt en þar er um einkafyrirtæki að ræða en ekki ríkisaðila. Í yfirlýsingunni er einnig skorað á stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk, að þeir standi við yfirlýsingar sínum frá síðustu kosningum um að ríkið dragi sig úr samkeppni við einkaaðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×