London í morgun 8. júlí 2005 00:01 Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. það ríkir því enn mikil spenna í borginni. Gríðarleg rannsókn og leit að árásarmönnunum á London í gær er hafin um gjörvallt Bretland. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn, en lögregluþjónar eru nú sýnilegir um alla borg. Enn eru svæði umhverfis vettvang hryðjuverkanna lokuð af og því ljóst að margir halda ekki til vinnu eins og á venjulegum föstudegi. Almenningur er hvattur til að halda sínu striki og er daglegt líf að færast í eðlilegt horf í borginni. Neðanjarðarlestakerfið hefur að miklu leyti verið tekið í gagnið á nýjan leik, þó með áðurnefndum truflunum, og strætisvagnaferðir eru eins og alla jafna. Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist,en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka verulega þar sem meira en sjö hundruð manns slösuðust, þar af um fimmtíu lífshættulega. Allir virðast sammála um að al-Qaeda hafi lagt á ráðin, þótt það sé ekki opinberlega staðfest, enda séu öll ummerki mjög lík og þegar gerðar voru mannskæðar árásir í Madríd í fyrra. Frá Gleneagles í Skotlandi hefur borist yfirlýsing frá leiðtogum G8 ríkjanna, þar sem þeir segja að árásirnar muni ekki hafa áhrif á markmið fundarins eða niðurstöður hans. Tony Blair er aftur kominn þangað, eftir ferð sína til Lundúna í gær í kjölfar árásanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. það ríkir því enn mikil spenna í borginni. Gríðarleg rannsókn og leit að árásarmönnunum á London í gær er hafin um gjörvallt Bretland. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn, en lögregluþjónar eru nú sýnilegir um alla borg. Enn eru svæði umhverfis vettvang hryðjuverkanna lokuð af og því ljóst að margir halda ekki til vinnu eins og á venjulegum föstudegi. Almenningur er hvattur til að halda sínu striki og er daglegt líf að færast í eðlilegt horf í borginni. Neðanjarðarlestakerfið hefur að miklu leyti verið tekið í gagnið á nýjan leik, þó með áðurnefndum truflunum, og strætisvagnaferðir eru eins og alla jafna. Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist,en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka verulega þar sem meira en sjö hundruð manns slösuðust, þar af um fimmtíu lífshættulega. Allir virðast sammála um að al-Qaeda hafi lagt á ráðin, þótt það sé ekki opinberlega staðfest, enda séu öll ummerki mjög lík og þegar gerðar voru mannskæðar árásir í Madríd í fyrra. Frá Gleneagles í Skotlandi hefur borist yfirlýsing frá leiðtogum G8 ríkjanna, þar sem þeir segja að árásirnar muni ekki hafa áhrif á markmið fundarins eða niðurstöður hans. Tony Blair er aftur kominn þangað, eftir ferð sína til Lundúna í gær í kjölfar árásanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira