Innlent

Litill árangur en annar fundur

Árangur af viðræðum um framtíð varnarsamningsins urðu minni en íslensk stjórnvöld væntu, en fyrsta fundi um málið lauk í Washington fyrir helgina. Ákveðið er að næstu fundur verði hér á landi í september. Íslenska sendinefndin var skipuð tíu embættismönnum úr þremur ráðuneytum. Nefndin ræddi við fimmtán manna embættismannanefnd Bandaríkjamanna síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag. Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir ekkert upplýst efnislega um gang viðræðnanna, en meginefni þeirra var skipting rekstrarkostnaðar Keflavíkurflugvallar. James Irving Gadsden sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi sagði i samtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar að Bandaríkjamenn telji að Íslendingar eigi að axla meiri byrðar við reksturinn. Davíð Oddsson utanríkisráðhera hefur sagt að ekki sé óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×