Minnst fimmtíu létust í árásunum 8. júlí 2005 00:01 Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Sir Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði augljóst að hryðjuverkahópur hefði starfað í landinu og undirbúið árásirnar. Tímasetningar sprenginganna sýndu að einn maður hefði ekki getað komið öllum sprengjunum fyrir. Í Lundúnum hófst í gær bataferli borgarinnar. Farþegar sneru aftur í almenningssamgöngutæki, bæði neðanjarðarlestir og strætisvagna. Múslimar höfðu varann á sér vegna mögulegrar andúðar á þeim eftir árásirnar, en héldu engu að síður föstudagsbænir sínar. Í skemmtanahverfum borgarinnar hófust aftur sýningar þar sem þeim hafði verið aflýst. Umferðarlögreglan, sem hefur umsjá með neðanjarðarlestunum, sagði enn unnið að því í gær að hreinsa burt brak lestar nærri Russell-torgi þar sem að minnsta kosti 21 lét lífið. "Björgunarlið er komið á staðinn og þar hafa sést fleiri látnir, en tekið gæti nokkra daga að ná þeim," sagði Andy Trotter aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mörg lestargöngin eru yfir 30 metra djúp og í þeim er krökkt af rottum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Sir Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði augljóst að hryðjuverkahópur hefði starfað í landinu og undirbúið árásirnar. Tímasetningar sprenginganna sýndu að einn maður hefði ekki getað komið öllum sprengjunum fyrir. Í Lundúnum hófst í gær bataferli borgarinnar. Farþegar sneru aftur í almenningssamgöngutæki, bæði neðanjarðarlestir og strætisvagna. Múslimar höfðu varann á sér vegna mögulegrar andúðar á þeim eftir árásirnar, en héldu engu að síður föstudagsbænir sínar. Í skemmtanahverfum borgarinnar hófust aftur sýningar þar sem þeim hafði verið aflýst. Umferðarlögreglan, sem hefur umsjá með neðanjarðarlestunum, sagði enn unnið að því í gær að hreinsa burt brak lestar nærri Russell-torgi þar sem að minnsta kosti 21 lét lífið. "Björgunarlið er komið á staðinn og þar hafa sést fleiri látnir, en tekið gæti nokkra daga að ná þeim," sagði Andy Trotter aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mörg lestargöngin eru yfir 30 metra djúp og í þeim er krökkt af rottum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira