Lífið heldur áfram í London 8. júlí 2005 00:01 Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira