Fylgisbreytingin eru tíðindi 9. júlí 2005 00:01 Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira