Kennsl ekki borin á líkin 9. júlí 2005 00:01 Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira