Innlent

Ætlar ekki að svara Helga

Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í bréfi sem hann sendi Helga Hjörvar alþingismanni ekki telja í sínum verkahring að leita svara við einstökum spurningum, sem kunna að vakna í huga nefndarmanna um sölu ríkisbankanna. Helgi Hjörvar óskaði í síðustu viku eftir því að Magnús leitaði svara við þremur spurningum: Um söluhagnað Skinneyjar-Þinganess, hvort forsætisráðherra hefði verið kunnugt um viðskiptin og af hverju Ríkisendurskoðun hafi ekki greint frá húsaviðskiptum Framsóknarflokksins og Kers í minnisblaði sínu. "Nefndin hefur lokið umfjöllun sinni um málið," segir Magnús í samtali við Fréttablaðið. "Eftir það er ekki í mínum verkahring að afla upplýsinga um málið." Hann segir þingmenn hafa ýmsar aðrar leiðir til að afla upplýsinga. "Helgi getur til dæmis leitað beint til ríkisendurskoðanda sem heyrir undir Alþingi" Helgi segir hins vegar Framsóknarflokkinn einn geta svarað síðari tveimur spurningunum og hann telur eðlilegt að Magnús Stefánsson eða Halldór Ásgrímsson geri það. "Ég trúi ekki öðru en þeir segi okkur af hverju ekki var upplýst um þessi húsakaup." Sjá síðu sex.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×