Við þurfum betra vegakerfi 12. júlí 2005 00:01 Það er óviðjafnanlegt að ferðast um Ísland. Fjallasýn, litbrigði jarðar, ilmur gróðurs, víðsýni. Allt leggst á eitt að gera sumarfrí á Íslandi einstaka upplifun. Á hluta Skeiðarársands, þegar ekið er til austurs, blasir Vatnajökull við, Öræfajökull í forgrunni og upp af honum rís Hvannadalshnúkur, stoltur og glæsilegur. Á þessum hluta leiðarinnar er eins og maður taki Vatnajökul í fangið og á björtu sumarkvöldi er ekkert sem kemst í námunda við slíka sýn. Andstæður íslensks landslags eru ótrúlegar; sjóðandi hverir, jöklar, litrík fjöll, ilmandi birkiskógar og birtan einstök og engu lík. Landið okkar er sannkallað augnayndi, hvert sem litið er. Þótt veðurguðirnir geti gert okkur grikk á slíkum ferðalögum þarf bara að klæða af sér veðrið, hvort sem það er blautt, kalt eða heitt. Vegakerfið er aftur önnur saga. Það segir í þekktum söngtexta að lífið sé lotterí. Það á hins vegar ekki að vera lotterí að fara út á þjóðvegi landsins en stundum er engu líkara en svo sé. Eða kannski væri réttara að tala um rússneska rúllettu. Þegar litið er um öxl sést hversu stórfelldar framfarir hafa orðið í samgöngukerfi landsins á síðustu 20 - 30 árum. Fyrir 30 árum datt varla nokkrum manni í hug að reyna að komast milli Egilsstaða og Reykjavíkur á einum degi og þar sást varla malbikaður spotti fyrr en í grennd við Reykjavík. Það er hins vegar makalaust að enn skuli vera spottar sem ekki hafa verið malbikaðir á hringveginum, þjóðvegi Íslands númer eitt. Alllangir spottar. Eftir stórrigningar á Austurlandi í síðustu viku var t.d. stórhættulegt að aka veginn um Skriðdal þar sem þykkt leðjuteppi lá ofan á veginum og gerði það að verkum að erfitt var að hafa stjórn á bifreiðum. Stundum er akstur um Ísland æsispennandi. Einbreið brú framundan. Bíll á móti. Hvor verður á undan? Sem betur fer er það nú oftast svo að hvorugur vill taka þátt í þeirri keppni svo báðir nema staðar við brúarsporðinn sín megin og svo mjakast annar af stað, bílstjórar heilsast þegar þeir mætast og allt fer vel. Oftast. Einbreiðar brýr og malarvegir eru þó ekki svo slæm. Mun verri eru malbikuðu spottarnir sem eru tæplega tvíbreiðir og hafa hvassar brúnir, þannig að stórhættulegt er að lenda út af malbikinu. Þar getur verið mikil áhætta að mæta bíl, að ekki sé nú talað um að taka fram úr. Og það hlýtur að þurfa stundum að taka fram úr þegar í gildi eru tvenns konar reglur um hámarkshraða, sumir mega aka á 90 km hraða en aðrir bara á 80. Bílar í eigu landsmanna eru fleiri en fyrr, þeir eru stærri og þeir eru aflmeiri. Þá vita allir hvílík sprenging hefur orðið í fellihýsanotkun og þau taka gott pláss á vegunum. Það er naumast hægt að mæta stærstu fellihýsunum á þessum tæplega tvíbreiðu malbikuðu köflum og slysahættan er stöðugt fyrir hendi. Enn eru ónefndir langflutningabílarnir sem sáust varla á þjóðvegunum fyrir nokkrum árum. Þeir eru stórir, fyrirferðarmiklir og aka hratt. Þó heldur hægar en venjulegur fólksbíll og það er hættulegt að vera á eftir þeim því ökumaður þess farartækis veit ekkert hvað er framundan. Hann sér bara afturendann á flutningabílnum. Það er líka hættulegt að fara fram úr þeim og tekur drykklanga stund. Það er því ekki laust við að hjartað taki nokkur aukaslög á íslenskum þjóðvegum og það þótt þess sé gætt af kostgæfni að halda löglegum hraða. Og, eins og dæmin sýna, höfum við því miður ástæðu til að vera hrædd. Þetta er stórhættulegt. Kannski mesta furða að slysin skuli ekki vera enn fleiri. Sem betur fer eru flestir bílstjórar varkárir og haga akstri sínum miðað við aðstæður. Það er hins vegar ósamræmi í aðstæðunum. Við ökum á betri bílum, höfum betri útilegubúnað, vöruflutningar ganga hraðar og skilvirkar fyrir sig. Allt hefur batnað, líka vegakerfið. Það hefur bara ekki lagast í samræmi við það sem fer þar um. Vegakerfið á stórum hluta landsins hentar ekki fyrir vöruflutninga og ekki fyrir fellihýsi, tjaldvagna né hjólhýsi. Það hentar ekki einu sinni stóru bílunum sem mest hefur fjölgað að undanförnu. Víða hefur verið unnið þrekvirki í vegagerð. Jarðgöng koma fyrst í hugann en nefna má veginn milli Mývatns og Egilsstaða sem dæmi. Allt stefnir í rétta átt, en hægt. Þangað til verðum við fyrst og fremst að haga akstri í samræmi við aðstæður vegakerfisins og aka ekki hraðar en við treystum okkur til og teljum öruggt og hættulaust og alls ekki hraðar en hámarkshraðareglur segja til um. Þeir sem aka hægar þurfa að gæta þess vel að hleypa öðrum fram úr með augljósum hætti; gefa stefnuljós, víkja vel og hægja á sér. Góða ferð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Það er óviðjafnanlegt að ferðast um Ísland. Fjallasýn, litbrigði jarðar, ilmur gróðurs, víðsýni. Allt leggst á eitt að gera sumarfrí á Íslandi einstaka upplifun. Á hluta Skeiðarársands, þegar ekið er til austurs, blasir Vatnajökull við, Öræfajökull í forgrunni og upp af honum rís Hvannadalshnúkur, stoltur og glæsilegur. Á þessum hluta leiðarinnar er eins og maður taki Vatnajökul í fangið og á björtu sumarkvöldi er ekkert sem kemst í námunda við slíka sýn. Andstæður íslensks landslags eru ótrúlegar; sjóðandi hverir, jöklar, litrík fjöll, ilmandi birkiskógar og birtan einstök og engu lík. Landið okkar er sannkallað augnayndi, hvert sem litið er. Þótt veðurguðirnir geti gert okkur grikk á slíkum ferðalögum þarf bara að klæða af sér veðrið, hvort sem það er blautt, kalt eða heitt. Vegakerfið er aftur önnur saga. Það segir í þekktum söngtexta að lífið sé lotterí. Það á hins vegar ekki að vera lotterí að fara út á þjóðvegi landsins en stundum er engu líkara en svo sé. Eða kannski væri réttara að tala um rússneska rúllettu. Þegar litið er um öxl sést hversu stórfelldar framfarir hafa orðið í samgöngukerfi landsins á síðustu 20 - 30 árum. Fyrir 30 árum datt varla nokkrum manni í hug að reyna að komast milli Egilsstaða og Reykjavíkur á einum degi og þar sást varla malbikaður spotti fyrr en í grennd við Reykjavík. Það er hins vegar makalaust að enn skuli vera spottar sem ekki hafa verið malbikaðir á hringveginum, þjóðvegi Íslands númer eitt. Alllangir spottar. Eftir stórrigningar á Austurlandi í síðustu viku var t.d. stórhættulegt að aka veginn um Skriðdal þar sem þykkt leðjuteppi lá ofan á veginum og gerði það að verkum að erfitt var að hafa stjórn á bifreiðum. Stundum er akstur um Ísland æsispennandi. Einbreið brú framundan. Bíll á móti. Hvor verður á undan? Sem betur fer er það nú oftast svo að hvorugur vill taka þátt í þeirri keppni svo báðir nema staðar við brúarsporðinn sín megin og svo mjakast annar af stað, bílstjórar heilsast þegar þeir mætast og allt fer vel. Oftast. Einbreiðar brýr og malarvegir eru þó ekki svo slæm. Mun verri eru malbikuðu spottarnir sem eru tæplega tvíbreiðir og hafa hvassar brúnir, þannig að stórhættulegt er að lenda út af malbikinu. Þar getur verið mikil áhætta að mæta bíl, að ekki sé nú talað um að taka fram úr. Og það hlýtur að þurfa stundum að taka fram úr þegar í gildi eru tvenns konar reglur um hámarkshraða, sumir mega aka á 90 km hraða en aðrir bara á 80. Bílar í eigu landsmanna eru fleiri en fyrr, þeir eru stærri og þeir eru aflmeiri. Þá vita allir hvílík sprenging hefur orðið í fellihýsanotkun og þau taka gott pláss á vegunum. Það er naumast hægt að mæta stærstu fellihýsunum á þessum tæplega tvíbreiðu malbikuðu köflum og slysahættan er stöðugt fyrir hendi. Enn eru ónefndir langflutningabílarnir sem sáust varla á þjóðvegunum fyrir nokkrum árum. Þeir eru stórir, fyrirferðarmiklir og aka hratt. Þó heldur hægar en venjulegur fólksbíll og það er hættulegt að vera á eftir þeim því ökumaður þess farartækis veit ekkert hvað er framundan. Hann sér bara afturendann á flutningabílnum. Það er líka hættulegt að fara fram úr þeim og tekur drykklanga stund. Það er því ekki laust við að hjartað taki nokkur aukaslög á íslenskum þjóðvegum og það þótt þess sé gætt af kostgæfni að halda löglegum hraða. Og, eins og dæmin sýna, höfum við því miður ástæðu til að vera hrædd. Þetta er stórhættulegt. Kannski mesta furða að slysin skuli ekki vera enn fleiri. Sem betur fer eru flestir bílstjórar varkárir og haga akstri sínum miðað við aðstæður. Það er hins vegar ósamræmi í aðstæðunum. Við ökum á betri bílum, höfum betri útilegubúnað, vöruflutningar ganga hraðar og skilvirkar fyrir sig. Allt hefur batnað, líka vegakerfið. Það hefur bara ekki lagast í samræmi við það sem fer þar um. Vegakerfið á stórum hluta landsins hentar ekki fyrir vöruflutninga og ekki fyrir fellihýsi, tjaldvagna né hjólhýsi. Það hentar ekki einu sinni stóru bílunum sem mest hefur fjölgað að undanförnu. Víða hefur verið unnið þrekvirki í vegagerð. Jarðgöng koma fyrst í hugann en nefna má veginn milli Mývatns og Egilsstaða sem dæmi. Allt stefnir í rétta átt, en hægt. Þangað til verðum við fyrst og fremst að haga akstri í samræmi við aðstæður vegakerfisins og aka ekki hraðar en við treystum okkur til og teljum öruggt og hættulaust og alls ekki hraðar en hámarkshraðareglur segja til um. Þeir sem aka hægar þurfa að gæta þess vel að hleypa öðrum fram úr með augljósum hætti; gefa stefnuljós, víkja vel og hægja á sér. Góða ferð
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun