Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira