Kona játaði aðild að morðinu 13. júlí 2005 00:01 Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira