Starfsleyfi Alcoa dregið í efa 14. júlí 2005 00:01 Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira