Nálægt því að vera lögbrot 16. júlí 2005 00:01 "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira