Innlent

R-listinn er að liðast í sundur

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir orð Össurar Skarphéðinssonar athyglisverð. "Það vekur að sjálfsögðu athygli þegar einn helsti þungavigtarmaður Samfylkingarinnar og fyrrum formaður skuli í tvígang fjalla ítarlega um framboðsraunir R-listans á vefsíðu sinni og leggja á ráðin um á hvern hátt best væri fyrir Samfylkinguna að komast út úr þessum vanda." Vilhjálmur segir umræðuna veikleikamerki á R-listanum. "Þetta er til marks um að R-listinn er að liðast í sundur og sýnir líka veika stöðu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem borgarstjóra." Þar vísar Vilhjálmur til orða Össurar um að Dagur B. Eggertsson, óháður borgarfulltrúi R-listans, gæti orðið borgarstjóraefni í opnu prófkjöri. Yfirlýsing Össurar kemur Vilhjálmi þó ekki á óvart. "Það er ekki skrýtið að Steinunn Valdís hafi ekki stuðning Össurar eftir að hún notaði aðstöðu sína í borgarkerfinu til stuðnings Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskosningunni gegn Össuri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×