Innlent

Þingmaður á villigötum

Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, segir Kristinn H. Gunnarsson þingmann á villigötum varðandi áform KEA um fjölgun starfa á Akureyri og eflingu byggðar á Norðurlandi en Kristinn ýjar að því í pistli á heimasíðu sinni að KEA ætli að kaupa stjórnsýsluákvarðanir tveggja ráðherra. "Sýnu verra er þó að Kristinn allt að því sakar okkur um að bera fé á ráðamenn. Það er aðdróttun af svo grófu tagi að stjórn KEA mun ekki taka þátt í slíkri umræðu," segir Benedikt. Stjórn KEA hefur lýst yfir vilja til að liðka til fyrir flutningi opinberra verkefna og stofnana til Akureyrar með því að taka þátt í kostnaði við flutninginn. Jafnframt hefur stjórnin beitt sér fyrir bættum samgöngum í þágu Norðlendinga og finnur Kristinn báðum áformum KEA flest til foráttu. "Við höfum sem betur fer mætt velvilja og góðu viðmóti stjórnvalda en það er sorglegt þegar menn sem segjast áhugasamir um byggðamál eru ekki tilbúnir að taka á móti okkar útspili og vinna með okkur," segir Benedikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×