Umferðarátak lögreglu borgar sig 22. júlí 2005 00:01 Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira