Innlent

R-listinn hangir á bláþræði

Á aðalfundi félagsins á föstudagskvöld var forysta flokksins hvött til þess að hefja undirbúning að framboði flokksins í eigin nafni fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum var forystan hvött til þess að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflokksins ef ekki næðist samkomulag um framboð R-listaflokkanna en fullum stuðningi var lýst við fulltrúa flokksins í viðræðunefnd R-listaflokkanna. Forystumenn flokkanna þriggja eru sammála um að málefni R-listans muni skýrast um og eftir verslunarmannahelgi því flokkarnir uni ekki frekari bið enda vilji þau, ef ekki af framboðinu verður, beina kröftum sínum í kosningaundirbúning. Enginn fundur hefur verið haldinn í viðræðunefndinni frá því ákveðið var að fulltrúar viðræðunefndarinnar myndu ekki tjá sig opinberlega um mál R-listans en með ályktun framsóknarmanna telja margir að búið sé að rugga bátnum sem ekki geti leitt annað af sér en að viðræðum verði slitið sem fyrst en gera verði úrslitatilraun til að tjasla listanum saman á fundi sem stefnt er að því að halda um eða eftir verslunarmannahelgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×