
Innlent
Annasamt hjá Blönduóslögreglu
150 ökumenn voru kærðir í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, mældist á 153 kílómetra hraða á klukkustund en það var 17ára ökumaður sem má vænta þess að tapa ökuréttindunum. Tveir ökumenn voru teknir á 143 kílómetra hraða á klukkustund á Þverárfjallsvegi í kvöld, en þar voru teknir 30 ökumenn um helgina. Þarna er um að ræða veginn á milli Blönduóss og Sauðárkróks. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur, einn ökumaður á 124 kílómetra hraða reyndist hafa 8 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni meðferðis en hann var stöðvaður skammt sunnan við Blönduós á aðfaranótt laugardags á leið til Siglufjarðar.