
Innlent
Velti bíl fyrir utan Húsavík
Fólksbíll valt rétt fyrir utan Húsavík um sexleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítið að sögn lögreglu. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem nú er hlúð að honum. Ef áfengismagn reynist fyrir ofan það sem leyfilegt er verður maðurinn ákærður fyrir ölvunarakstur.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×