Innlent

Búist við lækkun matarskatts

Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórnarflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í honum er gert ráð fyrir því að tekjuskattur lækki um fjögur prósent á kjörtímabilinu og þar af um eitt prósent um næstu áramót. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að stjórnmálamenn verði að meta stöðuna í efnahagsmálum og á vinnumarkaði áður en ákveðið er að lækka tekjuskatt. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að mikilvægara sé að lækka skatta á matvæli heldur en að lækka tekjuskatt því tekjuskattslækkanir skili sér fyrst og fremst til þeirra efnameiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×