Magnús Þór glaður en Ögmundur ekki 7. ágúst 2005 00:01 "Við viljum að all skattkerfið sé tekið til endurskoðunar með það fyrir augum að færa byrðarnar af herðum þeirra sem hafa litlar eða meðaltekjur og yfir á hina sem hafa úr nógu að spila," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hann telur nauðsynlegt að skattur á arð og fjármagnstekjur sé hækkaður til jafns við tekjuskatt enda hafi margir tekjur af fjármagni. "Ríkisstjórnin gengur hins vegar í gagnstæða átt og þetta er hluti af stórum pakka sem er ívilnandi fyrir hátekjufólkið í landinu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er ánægður með fyrirhugaða skattalækkun þó honum mislíki margt annað. "Þetta er mjög jákvætt og það hlýtur að koma sem flestum til góða að tekjuskatturinn sé lækkaður," segir Magnús Þór. Hann tekur undir með Ögmundi um nauðsyn þess að fjármagnstekjuskatturinn verði hækkaður en hann nemur tíu prósentum. "Það mætti lækka tekjuskattinn ennþá meira ef fjármagnstekjuskatturinn yrði hækkaður. Ég hef hins vegar fengið nóg af launamisréttinu í landinu. Það eru að verða til tvær þjóðir, annars vegar þessi ofsalegu ríku og svo við hin, þessir venjulegur þrælar sem erum skattpýndir," segir Magnús Þór. "Ég fagna því að til standi að lækka virðisaukaskatt á mat enda hefur Samfylkingin barist lengi fyrir því," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. "Það er augljóst að það er svigrúm til skattalækkana þó það sé kannski ekki í jafn miklum mæli og ríkisstjórnarflokkarnir telja því við viljum halda uppi öflugu velferða- og menntakerfi." Ágúst Ólafur segir ekki forgangsatriði að lækka tekjuskatt, matarskattinn beri að lækka um helming enda komi það flestum til góða. Breytingar á tekjuskattinum megi svo skoða í framhaldinu. Ögmundur Jónasson.Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
"Við viljum að all skattkerfið sé tekið til endurskoðunar með það fyrir augum að færa byrðarnar af herðum þeirra sem hafa litlar eða meðaltekjur og yfir á hina sem hafa úr nógu að spila," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hann telur nauðsynlegt að skattur á arð og fjármagnstekjur sé hækkaður til jafns við tekjuskatt enda hafi margir tekjur af fjármagni. "Ríkisstjórnin gengur hins vegar í gagnstæða átt og þetta er hluti af stórum pakka sem er ívilnandi fyrir hátekjufólkið í landinu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er ánægður með fyrirhugaða skattalækkun þó honum mislíki margt annað. "Þetta er mjög jákvætt og það hlýtur að koma sem flestum til góða að tekjuskatturinn sé lækkaður," segir Magnús Þór. Hann tekur undir með Ögmundi um nauðsyn þess að fjármagnstekjuskatturinn verði hækkaður en hann nemur tíu prósentum. "Það mætti lækka tekjuskattinn ennþá meira ef fjármagnstekjuskatturinn yrði hækkaður. Ég hef hins vegar fengið nóg af launamisréttinu í landinu. Það eru að verða til tvær þjóðir, annars vegar þessi ofsalegu ríku og svo við hin, þessir venjulegur þrælar sem erum skattpýndir," segir Magnús Þór. "Ég fagna því að til standi að lækka virðisaukaskatt á mat enda hefur Samfylkingin barist lengi fyrir því," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. "Það er augljóst að það er svigrúm til skattalækkana þó það sé kannski ekki í jafn miklum mæli og ríkisstjórnarflokkarnir telja því við viljum halda uppi öflugu velferða- og menntakerfi." Ágúst Ólafur segir ekki forgangsatriði að lækka tekjuskatt, matarskattinn beri að lækka um helming enda komi það flestum til góða. Breytingar á tekjuskattinum megi svo skoða í framhaldinu. Ögmundur Jónasson.Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira