Illa búnir undir stormviðri 7. ágúst 2005 00:01 Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira