Innlent

Dýralæknar gagnrýna Guðna

Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin. „Í ljósi þess að í upprunalegu frumvarpi frá landbúnaðarráðherra var gerð krafa um að forstjóri væri dýralæknir með æðri framhaldsmenntun lýsum við furðu okkar á þessum vinnubrögðum,“ segir í ályktun Dýralæknafélagsins. Dýralæknafélagið tekur þó fram að gagnrýninni sé ekki beint gegn nýráðnum forstjóra persónulega og muni dýralæknar leggja sig fram um að eiga gott samstarf við hann í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×