Burðarási skipt upp Hafliði Helgasan skrifar 11. ágúst 2005 00:01 Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar