Litið sé fram hjá heildarmyndinni 12. ágúst 2005 00:01 Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar. Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar.
Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira