Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld 13. ágúst 2005 00:01 Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira