Birting ákæru í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira