Hverjum steini velt við 13. ágúst 2005 00:01 "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
"Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent