R-listaflokkar leita allra leiða 14. ágúst 2005 00:01 R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira