Innlent

Konu sleppt eftir yfirheyrslur

Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið ásamt rannsóknardeild sjóhersins en von er á bandarískum rannsóknarmönnum frá Bretlandi til að aðstoða við að upplýsa málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×