Ráðinn bani með eggvopni 15. ágúst 2005 00:01 Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira