Hagnaðist ekki persónulega 16. ágúst 2005 00:01 Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira