Hagnaðist ekki persónulega 16. ágúst 2005 00:01 Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira